Print this page

Annað frá ísl. aðli

Lakro shine

Fyrsta verkefni Íslensks aðals. ehf var að bjarga gólfi hjá Tvg Zimsen.

Þetta var gamalt gólf í húsi við Héðinsgötu sem nú hýsir flugfraktina. Ástand gólfsins var þannig að það mynnti á rykugan þjóðveg að sumarlagi þegar lyftararnir óku eftir því.
Eftir lagningu gegndreypiefnis þá varð gólfið rykfrítt og sterkt sem stál. Gólfið er ennþá í svipuðu ásikomulagi og það var fyrir fimm árum.  Árangurinn var slíkur að þegar Flugleiðir byggðu hús undir flugfrakt sína á Keflavíkurflugvelli var leitað til okkar um lagningu gólfefnis.

Í byrjun var notast við efni sem heitir Ashford-formula

Ashford-formula er elsta og reyndasta efni sinnar tegundar í heiminum og hefur verið notað með góðum árangri síðan um miðjan fimmta áratuginn.   Þar gefur að líta nokkur stæðstu gólf heimsins m.a. Saturn Plant bílaverksmiðju GM. en það gólf var um 400.000 frm. Einnig er þar að sjá nýja mynd af  gólfi í sýningarsal Cadilac sem lagt var 1949.

Þar sem Ashford-formula hefur verið næstum einráð á markaðnum hefur það verið verðlagt mjög hátt af framleiðenda. Þessi háa verðlagning gerði okkur erfitt fyrir.

Við tók þá leit að öðru efni með sömu eða svipaða eiginleika og Ashford en á lægra verði. Eftir mikla leit um allann heim þá fannst efni sem virtist uppfylla allar okkar kröfur, hvað varðar hörku, styrk, rykbindingu, og endingu. Gerð var tilraun í Noregi þar sem bæði efnin voru notuð og síðan athugað ári seinna og borið saman. Í ljós kom að enginn sýnilegur munur var á.

Því var ákveðið að snúa sér að hinu nýja efni, sem að vísu hafði verið í framleiðslu í 11 ár og hefja sölu á því. Þetta efni var nefnt Lakro 1000.

Það má með hægð segja að Lakro 1000 hafi slegið rækilega í gegn á þeim fimm árum sem það hefur verið á íslenskum markaði.

Í dag býður Íslenskur aðall ehf upp á bæði efnin.

En hvað gera þessi efni:

Munurinn á gegndreypiefni og yfirborðsefnum eins og t.d. málningu er að yfirborðsefni flagna eða eyðast með tímanum en gegndreypiefnið helst í gólfinu og endist líftíma steypunar. Þannig fer gegndreypiefnið  inn í gólfið og verður hluti af yfirborðinu.

Með öðrum orðum þá getur þú verið með viðhaldsfrítt gólf um aldur og æfi. Gólfið verður bara sterkara og sterkara með árunum.  Gólfið verður sterkt sem stál og þolir alla almenna notkun og þegar fullri hörku er náð verða nagladekk ekkert vandamál.

“Lakro shine.”  Akríl filma
Eftir að gegndreypefnið er lagt í gólfið sést sáralítil munur á því í byrjun.

Til að ná hinni skýnandi áferð þá er úðað vatnsblönduðu akrílefni  sem við köllum

Lakro-Shine. Efnið myndar skínandi filmu á gólfið, áferðin líkist bóni en endingin er mun meiri.

Ef þú ákveður að láta gegndreypiefni á gólfið hjá þér þá ertu komin í hóp með aðilum eins og:  Húsasmiðjunni, Byko, Samskipum, Flugleiðum, Síldarvinnslunni á Neskaupsstað, Sigurplasti, Vélsmiðjunni Norma, Sindrastáli, Agli Skallagrímssyni, Íslandspósti, Landvirkjun, Atlantsskipum, TVG Ziemsen, Á Guðmundssyni húsgagnagerð og Gígant byggingarfélagi svo nokkrir séu nefndir.  Þú getur skoðað myndir af lagningu "Lakro Shine" hérna og lesið tæknilegar upplýsingar um gólfefnið hérna.