Bílastæðahús

Bílastæðahús í Skuggahverfi


Sumarið 2012 fengum við það áhugaverða verkefni að reyna að stoppa leka í bílastæðahúsi.
Húsið er á tveimur hæðum og efri platan var svo krosssprungin að þegar hún blotnaði lak vatnið í gegnum hana og beint á bílana á neðra plani. Þar sem XYPEX er gefið upp fyrir að þétta sprungur að 0,4mm, en hér voru margar sprungur miklu stærri settum við varnagla um að þetta gæti ekki virkað alls staðar og sennilega þyrfti að saga í sprungur og þétta.  
Gólfið var fyrst háþrýstiþvegið og síðan var XYPEX borið á. Gólfinu var haldið röku í 4 sólarhringa og síðan var það látið sitja á í mánuð. Á þeim tíma hafði virka efnið náð að fara inn í plötuna. Á meðan var lokað fyrir umferð. Að þeim tíma liðnum var múrhúðin sem hafði verið hýsill fyrir virka efnið slípuð af. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að bílarnir brytu hana upp með þeim óþrifnaði sem því fylgir. Að lokum var platan meðhöndluð með LAKRO 1000 (Sjá annarstaðar á heimasíðunni.)
Eftir þessa meðhöndlun var vatn sett á gólfið nokkrum sinnum og leki athugaður.


Einhversstaðar segir að ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá sé það ekki satt. Það stendur einhverstaðar líka að undantekningin sanni regluna.
Ekki myndaðist einu sinni smit hvað þá leki þótt gólfið væri þakið vatni.
Hins vegar gerðist það eftir langan þurrkatíma að fór að rigna og þá allt í einu byrjaði að smitast og jafnvel leka á nokkrum stöðum. Þetta hafði þá eðlilegu skýringu að efnið hefði dregist saman. Þegar gólfið var skoðað betur um viku síðar og baðað vatni þá dropaði bara á þremur stöðum. Skýringin er sú að XYPEX fór eð virka aftur þegar raki komst að og þá fór kristalvirknin af stað og þétti. Eftir að hafa smurt auka XYPEX á þessa staði hefur gólfið verið alveg þétt.
Í þessu tilfelli þá hefur vandamálið verið leyst á mjög einfaldan og ódýran hátt. Og lausnin virðist vera varanleg.

Aðrar greinar í þessum flokki: Flötu þökin »

TOP