Lakro shine
Tæknilegar upplýsingar um gegndreypiefni frá Íslenskum aðli ehf.
Við prófanir og rannsóknir voru notaðir bandarískir ASTM staðlar ( The American society for testing an material ).
- Slitþol - <<Taber slitpróf>> 37,76% meira slitþol.
- Viðloðun - <<ASTM D 3359>> Binding við epoxy er 23,0 % meiri. Engar breytingar vegna viðloðunar eða bindingar við polyurethan efni.
- Hörðnun - Rakatap er 94% meira fyrsta sólarhringinn á ómeðhöndluðum flötum en flötum sem úðaðir höfðu verið með gegndreypiefni.
- Styrkur - <<ASTM C 42>> 40% aukning á álagsþoli eftir sjö daga , 38% eftir tuttugu og átta daga í samanburði við ómeðhöndlaða fleti.
- Stöðuleiki – Gegndreypi 17,8 sentimetra vatnssúlu á 31,7 fersentimetra flöt sem úðaður hafði verið með gegndreypiefni var 0,0083.
- Veðrunarþol <<ASTM G 23>> Útfjólublátt ljós og vatnsdæling hafði engin neikvæð áhrif á fleti sem gegndreypiefni hafði verið úðað á.
- Ending varanleg. Steypa verður harðari og þéttari með tímanum.
- Þéttingar og hörnunartími. Efnið harðnar endanlega á 60-90 dögum. Gegndreypiefnið einangrar steypuna innan frá þegar það gengur í samband við sement. En ólíkt yfirborðsefnum máist það ekki af með tímanum. Það hylur holur í steypunni í eitt skipti fyrir öll svo steypan öðlast vörn gegn umhverfisefnum sem setjast á hana. Þetta ferli tekur yfirleitt 60-90 daga, en getur varað allt að einu ári.
- Litur. Tær gegndreypiefnið breytit ekki útlitslegu yfirborði steypunar. Þegar alkalísk efni, svo sem kalk þrýstist gegnum yfirborð steypunar er það einfaldlega skolað af með vatni.