Xypex Patch & Plug

 

Patch & plug er sérstaklega samsett til að stöðva stærri vatnsleka í steypu.  Það hefur mikla eiginleika til þess að festa sig við blauta steypuna og stöðvar vatnslekann á nokkrum sekúndum.  Þéttir einnig sprungur, göt og aðrar skemmdir í steypunni.


Xypex Concentrate er smurt yfir Patch & Plug um leið og það hefur harðnað.


 

UMBÚÐIR
Patch & Plug fæst í 7 kg. og 25 kg. umbúðum.


GEYMSLA
Geymsluþol er eitt ár miðað við þurran stað og 5°C lágmarkshita.
 
ÞEKJA
7 kg. Patch & Plug er á við 0,00515 rúmmeter af múr.
 
ATHUGIÐ!!

Xypex er sementsefni og þarf að meðhöndlast samkvæmt því. Það getur valdið þurrkun húðar, einnig skal varast að fá Xypex í augun. Varast skal að anda því að sér þegar því er blandað við vatn.

 

Leiðarvísir fyrir Patch & Plug

Aðrar greinar í þessum flokki: « Xypex Modified

TOP