Íslenskur aðall var stofnaður 1997 af Jóni Erni Kristleifssyni.
Upphafið var að Jón komst í kynni við aðila á Norðurlöndum sem unnu við lagningu gegndreypiefna á steypt gólf og bentu honum á ágæti þeirra.
Eftir námskeið erlendis var ákveðið að setja á stofn fyrirtæki hér á landi.
Til að byrja með snérist starfsemin einvörðungu um sölu og lagningu gegndreypiefna á gólf iðnaðarhúsa og bílastæða. Fyrst var notað efni sem heitir Ashford Formula og síðar sambærilegt efni undir nafninu Lakro 1000.
Nokkru síðar var XYPEX kynnt til sögunar af þessum sömu norrænu aðilum, en þeir höfðu farið í gegnum mikið rannsóknarferli á Norðurlöndum með efnið m.a gegnum Sintef í Noregi og Statens Provanstalt í Svíþjóð.
Til að sýna fram á að XYPEX ætti erindi til Íslands var ákveðið að rannsaka eiginleika efnisins hér á landi líka.
Rannsóknarniðurstöðurnar hér heima eru mjög afgerandi og hafa sýnt án nokkurs vafa hversu gott efnið er hvort sem það er notað í vatnstanka undir gríðarlegum þrýsting, risaþakplötu sem jafnframt er bílastæði, brýr, hús og sundlaugar svo eitthvað sé nefnt. ( Sjá annarstaðar á síðunni)
XYPEX var t.d. notað í Hörpu, Leifsstöð og nú síðast á stúkuna í Laugardalslaug.
En sennilega er merkilegasta verkefnið bílastæðahús í Skuggahverfi sem var í skelfilegu ásigkomulagi, en virðist þétt í dag. (Sjá annarstaðar á síðunni.)
XYPEX hefur sannað sig svo vel í gegnum árin að mörg af frægustu mannvirkjum síðustu tíma eru meðhöndluð með því. Má þar nefna slússurnar í Panamaskurðinum, Terminal 5 á Heathrow og ólympíuleikvanganna í Sidney, Aþenu, Peking og London.
Í dag er XYPEX selt í yfir 70 löndum og framleitt í 11 verksmiðjum um allan heim.