Um xypex

XYPEX var fundið upp í Kanada árið 1968 og hefur verið á markaðnum síðan. Það sem gerir XYPEX  svo sérstakt er eiginleikinn að umbreytast í kristalla þegar það kemst í samband við vatn í steypu baseraði á portlandsementi . þannig þéttist steypan ekki bara við yfirborðið heldur alveg í gegn.
Kristallarnir gera það að verkum að vatnið nær ekki að þéttast, en steypan andar samt. Kristallarnir eru óuppleysanlegir og endast því líftíma steypunnar. Það er ekki fyrr en hitinn kemst yfir 400 gráður að þeir skemmast.
XYPEX efnin stöðva eða koma í veg fyrir leka jafnvel þótt vatnsþrýstingur sé mikill og stöðugur
Með því að nota XYPEX fæst algjörlega vatnsheld steypa, jafnvel á samskeytum veggja og gólfs.
Xypex er annaðhvort borið á gamla steypu eða blandað í nýja.
Á íslandi hefur XYPEX  verið notað með frábærum árangri um þó nokkurt skeið og skipta verkin tugum.
Í dag er XYPEX notað í meira en 70 löndum og í 6 heimsálfum

Annarstaðar á síðunni er hægt að sjá mjög áhugaverðar rannsóknaskýrslur um virkni XYPEX í íslenskri steypu og þá sérstaklega um brúna yfir Breiðbalakvísl sem var meðhöndluð  með XYPEX árið 1993.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndbönd sem útskýra á grafískan hátt virkni XYPEX í steypu.

Aðrar greinar í þessum flokki: « Af hverju Xypex Xypex Admix »

TOP