Rannsóknir á virkni Xypex

Rannsóknir á virkni XYPEX í íslenskri steinsteypu

 
Verkfræðistofan Hönnun hf. gerði fyrir Vegagerðina í samstarfi við Íslenskan aðal ehf rannsókn á virkni XYPEX í íslenskri steinsteypu. Einnig voru steypusýni send til Kanada til frekari rannsóknar þar.


í inngangi rannsóknar Hönnunar segir:
 
"Viðgerðarefnið XYPEX hefur einstaka virkni miðað við önnur viðgerðarefni sem ætluð eru á steinsteypta fleti. Í stuttu máli þá kristallast efnið í holrými þar sem rakastigið er tiltölulega hátt og þannig þéttist steypan smám saman og á endanum lokar það leið vatns inn í steypuna, sem leiðir til þess að steypan þornar. Þannig eykst veðrunarþol (frostþol, tæring í bendistáli, alkalívirkni, súlfat skemmdir) steypunar smám saman."
 
Í niðurstöðu rannsóknarinnar kemur meðal annars eftirfarandi fram.:

"Helstu niðurstöður þessarar prófunar eru að XYPEX concentrate sé vænlegt til árangurs þegar kemur að viðgerðum í steypu. XYPEX virðist vera mjög virkt við að þétta lekar sprungur og klárlega þéttir efnið einnig yfirborðslag steypu. Við það að þétta yfirborðslag steypu er dregið úr eða komið í veg fyrir allar helstu steypu skemmdir, s.s. frostskemmdir, alkalívirkni og tæringu bendistáls. Miðað við þessar niðurstöður er XYPEX klárlega góður kostur sem alhliða viðgerðarefni."

Með þessum rannsóknum hefur XYPEX áunnið sér sérstöðu meðal viðgerðarefna á Íslenskri steypu.

"Sjá rannsóknirnar í heild"

"Sjá grein um XYPEX í árbók VFÍ/TFÍ  2005"

Aðrar greinar í þessum flokki: Skýrslur og erindi »

TOP