Xypex Admix

 Xypex er efni engu öðru líkt, sem ætlað er til vatnsþéttingar á steypu og til varnar og styrkingu hennar.


Xypex Admix er sett út í steypuna við blöndun.  Xypex Admix er samsett úr portland sementi, mjög fínum kísilsandi og virkum íblöndunarefnum. Þessi efni virka með rakanum í nýrri steypu og úr verður hvatavirkni sem leiðir til framleiðslu óuppleysanlegra kristalla í holum og æðum steypunar. Kristallarnir loka steypunni varanlega og koma í veg fyrir skemmdir vegna ágangs vatns og annara vökva  frá öllum hliðum og köntum
 
Vinsamlega takið eftir að Xypex Admix er sérstaklega framleitt til þess að henta mismunandi aðstæðum og hitamismun.


 
HELSTU NOTKUNARSVÆÐI XYPEX ADMIX

  •     Rotþrær
  •     Grunnar
  •     Bílastæði
  •     Sundlaugar
  •     Brýr
  •     Kjallarar
  •     Niðurföll
  •     Vatnstankar
  •     Stíflur
  •     Jarðgöng


 
ÁVINNINGUR AF NOTKUN XYPEX ADMIX

  •     Þolir mikinn vatnsþrýsting.
  •     Verður hluti steypunar.
  •     Hefur mikla mótstöðu gegn sterkum efnum.
  •     Þéttir sprungur allt að 0,4mm að breidd.
  •     Steypan nær að anda.
  •     Efnið er ekki eitrað.
  •     Ódýr lausn sem endist og eykur sveiganleika steypunnar

 
UMBÚÐIR
Xypex Admix fæst í 20 kg. fötum.
          
GEYMSLA
Geymsluþol er eitt ár miðað við þurran geymslustað og lágmark 7°C hita.
 
Leiðarvísir fyrir Xypex Admix

Aðrar greinar í þessum flokki: « Um xypex Xypex Concentrade »

TOP